Nærandi – Ný atvinnustarfsemi á Laugum

0
246

Nú er margra mánaðar vinnu við skipulagningu á dekur og heilsu helgum á Laugum í Reykjadal lokið. Hópurinn kallar sig Nærandi og í hópnum eru allt vel menntaðar konur í heilsu og dekur geiranum. Frá þessu segir í fréttatilkynningu.

naerandi-a-laugum

 

Í hópnum eru, Anna Geirlaug Kjartansdóttir snyrtifræðingur, Hjördís Sverrisdóttir nuddari, Anita Karin Guttesen listakona, Freydís Anna Arngrímsdóttir íþróttakennari, Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bryndís Pétursdóttir rekstraraðili miðnæturbaðana og North Aurora Guesthouse.

Þessar konur eru með sérsniðnar dekur og heilsu helgar fyrir minni hópa 6-12 manns – konur – karla eða blandaða hópa.

(Smella á myndir til að stækka)

 

 

 

Norðurljósaböðin
Norðurljósaböðin

Dagurinn er fullur af dekri og heilsueflandi viðburðum – göngutúr – notaleg hvíld, nærandi og holl máltíð, slökunarnuddi, snyrtingu, handverki og svo er miðnæturböðin með floti og dekri hluti af pakkanum. Markaðssetning er að fara að stað og verður fróðlegt að sjá hvaða hópar koma á Laugar í haust.

Miðnæturböðin hafa verið mjög vinsæl síðustu kvöld enda hafa norðurljósin skartað sínu fegursta og mikill áhugi er fyrir dekri í viðbót við böðin.

Nærandi er góð hugmynd fyrir atvinnurekendur sem vilja bjóða starfsfólki sínu í sveitasæluna, í böð – dekur og nudd á kvöldin.

Lesa má umfjöllun Mbl.is um böðin hér