Mývatnssleðinn 2015

0
328

Mývatnssleðinn 2015 var haldinn í þriðja sinn 21.mars síðastliðinn. Það hefur ekki mikið farið fyrir henni hingað til en verið er að reyna að byggja hana upp hægt og örugglega. Keppnin var fyrst haldin 2011, svo 2013 en telja stjórnendur gott að halda hana á tveggja ára fresti. Keppt var í 3 flokkum og fór allt fram á einum degi á meðan sólarljósið skein.

Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir
Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir

Keppt var í eftirfarandi:
Besti sleðinn að mati keppenda, þrautabraut og hlaupabraut. Einnig voru kynnt til sögunnar ný verðlaun; Vinsælasta liðið sem valið var af áhorfendum.

Úrslit í Mývatnssleðanum 2015:
Þetta var ansi hörð keppni og frábært að sjá hve liðin mættu með mismunandi sleða. Einnig var aðeins lagt í búninga þetta árið sem mæltist vel fyrir.
Frábært að fá áhorfendur og allir fengu heitt kakó og kleinur ásamt að þeir fengu að velja vinsælasta liðið.
Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir
Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir
Sigurvegarar 2015 voru Valerija Kiskurno og Garðar Finnsson á sleðanum “Stjörnu”. Þau voru hröðust í hraða brautinni, besta sleðann ásamt Frú Brynhildi valið af keppendum og enduðu í öðru sæti í langhlaupinu.

Vinsælasta liðið 2015 að mati áhorfenda var “Frú Brynhildur” en það eru þær Brynja Björk Hinriksdóttir og Hildur Halldórsdóttir. Þær buðu upp á góðar veitingar og spjölluðu mikið við áhorfendur og eru vel að sigrinum komnar. Keppnin gekk mjög vel og allir ánægðir, bæði keppendur sem áhorfendur og vilja aðstandendur Mývatnssleðans minna fólk á að fara hugleiða smíði sleða fyrir Mývatnssleðann 2017.

Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir
Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir