Mývatnsmaraþon 7. júní 2014

0
113

Nú er um að gera að skella sér í hlaupaskónna og taka þátt í Mývatnsmaraþoni. En hið árlega Mývatnsmaraþon verður þreytt laugardaginn 7. júni. Hlaupið hefst og endar í Jarðböðunum við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn. Það reynir vel á þol og styrk hlaupara í Mývatnsmaraþoni þar sem endaspretturinn getur tekið verulega á og þá er nú gott að vita að það verða Powerade drykkjarstöðvar í hlaupinu á 5 km fresti.

Lið Skokka frá Húsavík
Lið Skokka frá Húsavík

Sveitakeppni er í öllum vegalengdum nema 3 km. Sveitakeppnin er opinn flokkur og hámark 5 manns í hverjum hóp þar sem 3 bestu tímarnir gilda.

Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

 

 

Upplýsingar um verð, skráningu og tímasetningar er að finna á www.visitmyvatn.is og hægt verður að skrá sig til leiks fram á keppnisdag.

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk.