Mývatn Open 2016

0
96

Hið árlega ísmót Mývatn Open verður haldið laugardaginn 12. mars 2016 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppnisgreinar að þessu sinni eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Í hverri keppnisgrein verður keppt í tveimur styrkleikaflokkum (1. og 2.). Vegleg verðlaun.

Hestamannafélagið Þjálfi

 

Á föstudeginum bjóða hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn í reiðtúr á ísilögðu Mývatni þar sem boðið verður upp á samlokur og heitt kakó út í eyju – allir hjartanlega velkomnir (ekkert þátttökugjald).

Nánari upplýsingar um mótið, reiðtúrinn og skráningar munu birtast á vefsíðu Þjálfa: www.thjalfi.123.is