Ísmót hestamannafélagsins Þjálfa og Sel-Hótel Mývatn verður haldið laugardaginn 12. mars 2016 á Stakhólstjörn við Skútustaði. Föstudaginn 11. mars er boðið upp á reiðtúr á ísilögðu Mývatni þar sem allir eru hjartanlega velkomnir (ekkert þátttökugjald).
Að þessu sinni verður keppt í þremur keppnisgreinum, tölti, A- og B-flokki. Í hverri grein eru tveir styrkleikaflokkar, 1. og 2. flokkur. Forkeppni beggja flokka verður riðin sameiginlega en sérstök úrslit verða fyrir hvorn flokk.
Dagskrá
Föstudagur 11. mars 16
Hópreið á ísilögðu Mývatni. Brottför frá Stakhólstjörn kl. 16:30. Áætlað er að reiðtúrinn taki um 2 klst. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju.
Bílastæði eru við Sel-Hótel Mývatn.
Laugardagur 12. mars
Kl. 10:00
B-flokkur, forkeppni og úrslit (1. og 2. flokkur)
Hádegishlé
A-flokkur, forkeppni og úrslit (1. og 2. flokkur)
Tölt, forkeppni og úrslit (1. og 2. flokkur)
Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði á Sel-Hótel Mývatn.
Kl. 19:30
Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins.
Kl. 20:30
Kvöldverður hefst. Þriggja rétta kvöldverður, kr. 6.900. Pílubandið mun halda uppi stemmingu fram á nótt.
Vegleg verðlaun, m.a. frá Flugfélaginu Erni, Skútustaðahrepp, Sel-Hótel Mývatn, Saltvík/Riding Iceland, Bústólpa, Hótel Laxá, Kea Hótel, Rub23, Jarðböðunum við Mývatn, Daddi‘s Pizza, Vogafjósi, Kaffi Borgum, Bautanum og Furuflís.
Skráningar berist á netfangið hildurv83@gmail.com í síðasta lagi kl. 22:00 miðvikudaginn 9. mars. Eftirtalið þarf að koma fram í skráningu: Keppnisgrein, styrkleikaflokkur, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir.
Þeir sem ekki geta sent skráningu sína með tölvupósti geta haft samband við Hildi í síma: 867-6500.
Skráningargjald er 3.000 kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 10. mars. Vinsamlegast komið með kvittun eða sendið á netfangið hildurv83@gmail.com. Taka verður fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. Ekki verður posi á staðnum þannig að við biðjum fólk að greiða inn á reikninginn eða hafa annars reiðufé meðferðis.
Bókanir í mat hjá Sel-Hótel Mývatn í síma 464-4164 eða myvatn@myvatn.is
Þeim gestum og keppendum sem þurfa hesthúspláss er bent á að hafa samband við Erling í síma 892-5459.
Fjölmennum og höfum gaman saman!
Hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn