Mývatn Open 10. -11. mars

0
316

Ísmótið Mývatn Open verður haldið helgina 10.-11. mars 2017 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppt verður í A flokk, B flokk, tölti (2 styrkleikaflokkar), og hraðaskeiði þar sem sá sem fer hraðast samkvæmt radarmælingu lögreglu sigrar! Hestamannafélögin Grani og Þjálfi bjóða í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum
og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju.

Dagskrá:
Föstudagur 10. mars
Hópreið um Mývatn kl. 16:30. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Hópreiðin fer frá á Stakhólstjörn hjá Sel-Hótel Mývatni.
Bílastæði eru við Sel-Hótel Mývatn

Laugardagur:

10:00 B-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
Hraðaskeið. Lögreglan mælir hraðann og sá sem nær mestum hraða sigrar!
A-flokkur, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit.
Tölt, 2. og 1. flokkur, forkeppni og úrslit

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði hjá Sel-Hótel Mývatn.

Að kvöldi laugardags verður hestamannahóf á Sel-Hótel Mývatni.

19:30 Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins, videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi.
20:30 Kvöldverðarhlaðborð – öllum opið. Verð: 5.900,-

Skráningar í keppni sendist á netfangið hildurv83@gmail.com. Skráningarfrestur er til kl. 20:00 miðvikudaginn 8. mars. Eftirtalið þarf að koma fram í skráningu: Keppnisgrein, styrkleikaflokkur, nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, faðir og móðir.
Þeir sem ekki geta sent skráningu sína með tölvupósti geta haft samband við Hildi í síma 867-6500.
Skráningargjald er 2.500 kr. á hverja skráningu, greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549. Vinsamlegast komið með kvittun eða sendið á netfangið hildurv83@gmail.com. Taka verður fram fyrir hvaða hest og knapa er verið að greiða. Ekki verður posi á staðnum þannig að fólk er beðið að greiða inn á reikninginn eða hafa annars reiðufé meðferðis.

Bókanir í kvöldverð fara fram hjá Sel-Hótel Mývatn í síma 464-4164 eða myvatn@myvatn.is.

Þeim gestum og keppendum sem þurfa hesthúspláss er bent á að hafa samband við Ásdísi í síma 861-0274.

Fjölmennum og höfum gaman saman!

Styrktaraðilar mótsins eru meðal annars Sel-Hótel Mývatn, Mýflug, RUB23, Jarðböðin, Daddi’s Pizza, Hikeandbike, Vogafjós, Skútustaðahreppur, Saltvík hestamiðstöð, FerroZink, Lífland, Bústólpi, Íslenskt.is, Purity Herbs, Hótel Kea, Kaffi Borgir, Bautinn og Eagle Air.

Hestamannafélögin Grani og Þjálfi