Myndskeið frá árekstrinum í Ljósavatnsskarði 24. nóvember

0
64

Meðfylgjandi myndband sem DV.is birtir í dag sýnir aðdraganda harkalegs áreksturs sem varð í Ljósavatnsskarði eftir hádegi þann 24. nóvember síðastliðinn en þá skullu tveir fólksbílar saman. Það er farþegi annars bílsins sem tók myndbandið upp. Eins og sjá má á myndbandinu missi ökumaður annars bílsins stjórn á bílnum. Skömmu síðar kviknaði í bílnum og eru þeir nú báðir gjörónýtir.

Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

 

Fram kemur á Vísi að samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri sé annar ferðamannanna svo gott sem útskrifaður af sjúkrahúsinu en hinn mun liggja inni eitthvað lengur. Hann hefur gengist undir tvær stórar aðgerðir og er ekki í lífshættu.

 

 

„Takk fyrir ástina og stuðninginn alls staðar að úr heiminum. Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa komist frá þessu lifandi. Maður getur ekki gefist upp þegar svo margir leggjast á eitt við að koma þér til bjargar,“ skrifar farþeginn við myndskeiðið á Youtube. DV.is