„Við erum að leita að góðri, varanlegri lausn, en sem betur fer eru svona lagað ekki eitthvað sem við erum vön að þurfa að eiga við,“ er haft eftir Bergþóru Kristjánsdóttur, starfsmanni Umhverfisstofnunar á mbl.is í dag. Ljóst er að verulega hefur verið haft fyrir þessu skemmdarverki því tugi lítra af málningu voru notaðir til verksins í Hverfjalli og í Grjótagjá í Mývatnssveit og reynist þrautin þyngri að hreinsa ummerkin. Þeir sem bera ábyrgð á þessu hafa sýnt af sér einbeittan brotavilja, sagði Bergþóra Kristjánsdótir í spjalli við 641.is í dag.

Frá því er líka sagt í Akureyri vikublaði í dag, að allt bendir til að olíumálning hafi verið notuð við skemmdarverkin á Grjótagjá og Hverfjalli. Á þessum myndum sést stærð stafanna í Grjótagjá en bæði í karlagjánni og á Hverfjalli hefur orðið crater verið ritað – sem merkir gígur. Risaletur er á máluðum stöfunum í Hverfjalli, á annan tug metra hver stafur á hæð, en stafirnir í Grjótagjá eru um 70 cm á hæð að sögn heimamanna.

