Myndbönd frá forskeringarsprengingum í Fnjóskadal

0
109

Í dag 3.júlí, er eitt ár liðið frá fyrstu sprengingu í Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin. þann 12.júlí 2013 var sérstök viðhafnasprenging með ráðherra og öðrum gestum. Vaðlaheiðargöng eru nú orðin 2500 metra löng og er það um 35% af heildarlengd ganganna.

Sprengt Fnjóskadalsmegin í gær. Skjáskot úr myndbandi.
Sprengt Fnjóskadalsmegin í gær. Skjáskot úr myndbandi.

Undanfarna daga hefur verið sprengt vegna forskeringar Fnjóskadalsmegin og að sögn Bjarka Laxdal er bergið Fnjóskadalsmegin mun lausara í sér heldur en bergið var Eyjafjarðarmegin og þarf því að framkvæma fleiri forskeringarsprengingar, allt þar til verktakinn kemst í fast berg.

 

 

Meðfylgjandi myndbönd af sprengingunum má sjá hér fyrir neðan. Efra myndbandið er tekið af Bjarka Laxdal fyrir þrem dögum, en það neðra af Bjössa Bó í rigningunni í gær. Á báðum myndböndunum sést sprengjumaðurinn fyrir ofan bergið sem sprengt er og vildi Bjarki koma því á framfæri að viðkomandi hefði ekki verið í neinni hættu þar sem allt efnið sem losnar við sprenginunga þeytsist fram á við en ekki upp, eins og sést vel á mynböndunum.