Myndband frá Orkugöngunni

0
136

Orkugangan fór fram laugardaginn 20. Apríl sl. en þá var gengið frá Kröflu að endamarki sem staðsett var á svæði gönguskíðamanna á Reykjaheiði. Upphaflega átti gangan að fara fram viku fyrr en var þá frestað vegna veðurs. Skíðagöngudeild Völsungs í samstarfi við Mývatnsstofu og Húsavíkurstofu hefur útbúið auglýsingarmyndband um Orkugönguna sem og lengra myndband sem sýnir stemmingu dagsins.

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Ágætis þátttaka var í göngunni en sama dag var einnig boðið upp á Buch gönguna á Reykjaheiði í styttri vegalengdum 20 km, 7 km og 1 km. Að göngum loknum fór fram verðlaunaafhending og boðið var upp á veglegt kaffihlaðborð. Verðlaunagripir eru hannaðir af Jónu Birnu Óskarsdóttur og Arnhildi Pálmadóttur. Auk þess voru veitt fjölmörg útdráttarverðlaun sem aðilar á svæðinu veittu af miklum rausnarskap.

Tími fimm efstu manna er;
Birkir Þór Stefánsson, Ströndum 03:17:28
Gunnlaugur Jónasson, Ullur 03:24:16
Magnús Eiríksson, Siglufjörður 03:27:19
Örn Sigurðsson, Húsavík 03:33:55
Höskuldur Skúli Hallgrímsson, Húsavík 03:37:37

Bestum tíma í kvennaflokki náði Guðrún Pálsdóttir, Siglufirði á 04:35:07 og þar á eftir komu
Guðrún Jóhannsdóttir, Ísafirði á 05:11:18 og
Brynhildur Gísladóttir, Húsavík á 05:14:23