Myndarlegur styrkur til Hjálparsveitar skáta í Aðaldal

0
170

Síðasta vetur blótuðu Aðaldælingar og gestir þeirra Þorra eins og venja hefur verið í yfir 50 ár.  Þorrablótsnefndin 2013 ákvað að rekstrarafgangur samkomunnar rynni til Hjálparsveitar skáta í Aðaldal.

Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður HSA ásamt fulltrúum þorrablótsnefndarinnar.
Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður HSA ásamt fulltrúum þorrablótsnefndarinnar.

 

Það er dýrt að halda úti vel búinni björgunarsveit sem getur sinnt þeim margvíslegu verkefnum sem hún er kölluð í. Starfsemin kemur samfélagi okkar svo sannarlega til góða og því er það vel við eigandi að samfélagið sem kemur saman til þorrablóts leggi sveitinni lið.

Þorrablótsnefndin 2013 lauk störfum sínum með því að heimsækja aðalfund Hjálparsveitarinnar og tók formaðurinn Hallgrímur Óli Guðmundsson við styrk að upphæð 375.000,- krónur.

Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður HSA sagðist í spjalli við 641.is vera óskaplega þakklátur fyrir þann hlýhug sem velunnarar Hjálparsveitar skáta í Aðaldal, ungir sem aldnir, hafa sýnt  í verki að undanförnu. Þetta ætti stóran þátt í því að viðsnúningur hefði orðið í rekstri hjálparsveitarinnar á þessu ári eftir mjög kostnaðarsamar björgunaraðgerðir haustið 2012.

Sjá hér