Mygluskemmdir í hluta Hafralækjarskóla ?

0
250

Eins og fram kom hér á 641.is í gær var haldinn umræðufundur um framtíðarskipan Þingeyjarskóla í Dalakofanum á Laugum sl. mánudagskvöld, sem Foreldrafélag Litlulaugaskóla og Krílabæjar stóð fyrir. Á fundinum bar ýmislegt á góma og ma. var rætt um hvort mygla gæti leynst í hluta af húsnæði Hafralækjarskóla. Ekki voru allir á einu máli um það. Í dag barst 641.is svo mynd sem sjá má hér fyrir neðan, sem er tekin í Hafralækjarskóla í síðustu viku. 641.is bar myndina undir fagmenn og þeir voru allir á einu máli um að sjá megi rakaskemmdir og myglu á myndinni. Myndin er tekin í þeim hluta Hafralækjarskóla sem er lokaður og er ekki í notkun.

Mygla ?
Myglan sést greinilega á þessari mynd.

 

641.is er ekki kunnugt um af hverju búið er að rífa þennan vegg að hluta, en skemmdirnar sjást nokkuð greinilega á þessari mynd.