Föstudaginn 14. desember voru hinir árlegu jólatónleikar tónlistardeildar Stórutjarnaskóla haldnir á sal skólans. U.þ.b. 35 nemendur komu fram á tónleikunum og stóðu sig allir með mikilli prýði. Dagskráin var jólaleg og mjög skemmtileg og áttu áheyrendur því góða stund á sal skólans þennan föstudagseftirmiðdag.

Mynd: Jónas Reynir Helgason
Þarna gaf að heyra samspil hljómsveita, dúetta, einleik og kórsöng svo segja má að fjölbreytnin hafi verið mikil, enda nemendur á ýmsum aldri og að sjálfsögðu mislangt komnir á listabrautinni.
Að tónleikunum loknum fengu allir smákökur, kaffi og aðra drykki til að hressa sig fyrir heimferðina. Jónas Reynir tók meðfylgjandi myndir á tónleikunum og sjá má fleiri hér