Músík í Mývatnssveit

0
178

Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður nú haldin um páskana í sextánda sinn. Umsjónamaður hátíðarinnar er Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari. Haldnir verða tvennir tónleikar, í Skjólbrekku á skírdag 28. mars kl. 20.00. Þar verður flutt svellandi fjörug vínartónlist. Sérstakur gestur á þeim tónleikum verður Björn Jónsson tenór.

Laufey Sigurðardóttir
Laufey Sigurðardóttir

Síðari tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa 29. mars kl. 21.00. Þar verða meðal annars flutt lög eftir Ingibjörgu Guðlaugsdóttur við kvæði ömmu hennar Jakobínu Sigurðardóttur.
Flytjendur á tónlistarhátíðinni eru, Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikar og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Aladár Rácz píanóleikari á Húsavík.

 

Það er því um að gera að bregða sér af bæ og heimsækja Mývatnssveit um Páskana og njóta klassískrar tónlistar í hágæða flokki.
Nánari upplýsingar er að finna á www.visitmyvatn.is