Mokstur yfir Fjöllin um helgina

0
85

Fjöllin, Mýrvatns- og Möðrudalsöræfi, verða ekki mokuð á morgun laugardag vegna slæmrar veðurspár. Dagana þar á eftir verður mokað alla daga ef veður leyfir og stefnt á að fært verði og opið á milli klukkan 13:00 og 17:00, allt saman þó háð veðri. Sama gildir um Vopnafjarðarheiðina. Frá þessu er sagt á heimasíðu Vegagerðarinnar.

VegagerdinLogo

Þessi opnunartími getur lengst ef veður helst gott. Þetta gildir næstu daga þangað til annað verður ákveðið.
Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með færð og tilkynningum um hana á heimasíðu Vegagerðarinnar eða afla sér upplýsinga í síma 1777.