Vegna viðhaldsvinnu í landskerfinu verður Húsavíkur- og Aðaldalssvæði keyrt á varaafli í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 21. maí. Ekki er gert ráð fyrir rafmagnsleysi vegna þessa en það er ekki er hægt að útiloka það eða rafmagnstruflanir á tímabilinu frá miðnætti og fram eftir nóttu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Rarik.
Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og má sjá á www.rarik.is/rof