Mjólkursöfnun í biðstöðu

0
87

Nær ekkert hefur gengið að safna mjólk í morgun það sem af er, vegna ófærðar og svo er víðast ekkert skyggni og mikil snjóblinda. Tveir tómir mjólkurbílar eru staðsettir austan Vaðlaheiðar og bíða færis á að komast af stað. Til stóð að sækja mjólk á bæi í Mývatnssveit og í Reykjadal í gær en var hætt við það vegna óveðurs og ófærðar.

Hrafn Sigurðsson mjólkurbílstjóri MS á Akureyri.

Að sögn Kristjáns Gunnarssonar mjólkureftirlitsmanns hjá MS á Akureyri var farið var út í Arnarneshrepp í morgun en utan við Fagraskóg reyndist allt algjörlega ófært og því snúið við og nokkrir bæir teknir þar sem hægt var heim að komast. Öxnadalur og Hörgárdalur bíða þar til veður gengur niður og færð og skyggni batnar.
Bíll lagði af stað suður í Eyjafjörð en komst ekki lengra en í Hrafnagil og svæðin þar innan við báðu meginn fjarðar, bíða betra veðurs. Ekkert verður átt við Svalbarðsströnd og Höfðahverfi fyrr en veður gengur niður.

 

Um leið og styttir upp og fært verður, verður mjólk sótt á öllum svæðum og keyrt ef þarf í kvöld og á morgun.

Bændur eru beðnir að huga að heimreiðum sínum þegar skyggni batnar svo það standi ekki á því þegar bílarnir komast af stað.