Enn er beðið eftir mokstri á Víkurskarðinu og verða mjólkurbílar sendir austur yfir Víkurskarðið um leið og opnast segir Kristján Gunnarsson hjá MS Akureyri. Enginn mjólkurbíll var staðsettur austan Víkurskarðs í morgun og þess vegna hefur engin mjólk verið sótt til bænda austan Víkurskarðs í dag.
Kristján segist vona að mokstur verði ekki sleginn af í kvöld, en fari svo verða bændur sem eru tæpir á tankrými að fresta mjöltum í fyrramálið eins lengi og hægt er og sjá til hvernig útlitið verður.