Mjólkurflutningar liggja niðri vegna veðurs

0
65

Mjólkurflutningar riðlast verulega í dag vegna veðurs og ófærðar í Þingeyjarsýslu. Ekki verður sótt mjólk í Mývatnssveit eða Reykjadal fyrr en á morgun laugardag. Hrafn Sigurðsson mjólkurbílstjóri MS á Akureyri náði að sækja mjólk á einhverja bæi í Kinn í gær, sem voru orðnir tæpir með tankpláss. Víkurskarðið er ófært sem og flest allir vegir í sýslunni.

ms_net

Á heimasíðu vegagerðarinnar segir að á Norðurlandi eystra sé ófært og stórhríð á flestum leiðum austan Eyjafjarðar. Ófært og stórhríð er á Öxnadalsheið og þungfært í Öxnadal. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.