Mjólk sótt í dag á bæi í Þingeyjarsýslu

0
359

Mjólk verður sótt til allra þeirra kúabænda í Þingeyjarsýslu í dag, sem venjulega er sótt til á fimmtudögum eða föstudögum en ófært hefur verið mjög víða í sýslunni sl. daga. Víkurskarðið er enn ófært, en unnið er að mokstri og þegar það opnast verða tveir mjólkurbílar sendir af stað austur yfir skarðið. Annar þeirra fer í Mývatnssveit og Reykjadal en hinn fer á Tjörnes og Aðaldal.

Færð á vegum

Hrafn Sigurðsson mjólkurbílstjóri hjá MS Akureyri var staddur í Hriflu og nýkominn úr Bárðardal þegar 641.is náði tali af honum í hádeginu. Hann sótti mjólk á alla bæi í austanverðum Bárðardal en ófært er í Halldórsstaði og óvíst með mokstur þangað í dag. Hrafn ætlar að sækja mjólk á einhverja bæi í Kinn líka í dag. 

 

Óveðrið sem hefur geysað sl. daga er gengið að mestu niður og verið er að moka á öllum helstu leiðum.