Mjólk er góð

0
708

Petrína Rós er 18 ára fjósaköttur á Laxamýri.  Hún verður 19 ára í vor.  Hvort hún er elsti köttur í héraðinu skal ósagt látið, en líklega eru ekki mjög margir kettir eldri en hún.

Hún hefur alltaf verið dugleg að drekka mjólk og situr um að fleyta rjómann ofan af fullum kálfafötum þegar þær standa á mjólkurhúsgólfinu. Mjólkin virðist hafa farið mjög vel í hana um dagana og hún er nokkuð hress.

 

Með aldrinum hefur hún viljað meiri athygli og auðvitað er hún dekurrófa. Þá fer mótorinn í gang og mikið er malað.  Hún hugsar ekkert um mýs og mikill tími fer í að hvíla sig nú orðið.

Enginn veit ævina fyrr en öll er, en það eru góðar líkur á því að hún nái tvítugsaldri.

(texti og myndir Atli Vigfússon)

Gott að hvílast eftir góðan mjólkursopa
Dekurrófa