Minningarkort orgelsjóðs Þorgeirskirkju

0
178

Sóknarnefnd Þorgeirskirkju hefur látið prenta minningarkort. Minningarkort eru send aðstandendum í minningu látinna ástvina, um leið er þetta minningargjöf til minningar um hinn látna. Minningargjafirnar fara allar í orgelsjóð Þorgeirskirkju. Kortin eru með tveimur mismunandi myndum sem Jónas Reynir Helgason okkar góði myndasmiður tók. Lágmarksgjöf er 2.000kr.  Minningarkortin fást hjá Sparisjóði s-þing á Laugum, hjá sóknarnefndarfólki Þorgeirskirkju þeim Sigurði á Krossi, Hávari í Hriflu og Heiðu í Staðarfelli.