Mikill snjór í Þingeyjarsýslu

0
126

Nýja árið heilsar okkur Þingeyingum með ágætu veðri, eftir leiðindatíð síðustu daga ársins 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru allar helstu leiðir færar þegar þetta er skrifað. Mikill snór er víða í sýslunni og hægt er td. að skoða aðstæður á fjallvegum með því að kíkja á vefmyndavélar Vegagerðarinnar.

Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Fljótsheiði. Horft til vesturs
Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Fljótsheiði. Horft til vesturs. (Smelltu á myndina til að skoða stærri upplausn)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er mjög mikill snjór á Fljótsheiði og eru ruðningarnir meðfram veginum farnir að hlaðast upp.

Minni snjór er td. í Köldukinn, ef marka má myndir úr vefmyndavél sem sett var upp við bæinn Finnstaði, fyrir skömmu.

Horft til suðurs frá Finnstöðum
Horft til suðurs frá Finnstöðum
Horft til norðurs frá Finnstöðum
Horft til norðurs frá Finnstöðum