Mikil úrkoma á Staðarhóli

0
101

Mikil úrkoma fylgdi óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Á Staðarhóli í Aðaldal mældist sólarhringsúrkoman 96,2 mm frá kl: 9:00 á sunnudegi til kl 9:00 í gærmorgun og bara á milli kl. 8 og 9 mældust 7,2 mm. Aðeins einu sinni áður hefur mælst meiri sólarhringsúrkoma á Staðarhóli.

Hermann heitinn Hólmgeirsson á Staðarhóli.
Hermann heitinn Hólmgeirsson á Staðarhóli.

Veðurstöð hefur verið á Staðarhóli síðan 1961 og að sögn Bryndísar Ívarsdóttur á Staðarhóli hefur hún aðeins fundið eina hærri úrkomutölu í mælingum Hermanns heitins Hólmgeirssonar. Það var í ágúst árið 1991 en þá mældist sólarhringsúrkoman á Staðarhóli 98 mm. Í septemberóveðrinu í fyrra mældis sólarhringsúrkoman “aðeins” 67,4 mm, en þá var talsvert hvassara en núna og úrkomu er erfiðara að mæla í miklum vindi.

Athygli vekur að sólarhringsúrkoman á Mánárbakka var aðeins 21.mm á sama tíma, en í septemberóveðrinu í fyrra mældist sólarhringsúrkoman á Mánárbakka eitthvað yfir 100 mm.