Mikil þátttaka í 1. maí hátíðarhöldunum á Húsavík

0
304

Mjög góð þátttaka var í hátíðarhöldunum sem Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur stóðu fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík í gær á 1. maí en um 600 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum. Aðalsteinn Árni Baldursson flutti ávarp dagsins og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti kröftuga hátíðarræðu.

Boðið var upp á einstaklega áhugaverð skemmtiatriði. Ari Eldjárn skemmtikraftur fór á kostum og þá voru söngatriði sem Söngfélagið Sálubót, Hjalta Jóns, Lára Sóley, Guðrún Gunnars og Sigga Beinteins sáu um. Steini Hall spilaði alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar.

Miðað við viðbrögð fundarmanna þá er gríðarlega mikil ánægja með hátíðina og fyrir það ber að þakka.

Hér má sjá fleiri myndir frá samkomunni.