Mikil spenna um annað sætið hjá VG

0
81

Mikil spenna ríkir meðal vinstri grænna í Norðausturkjördæmi vegna forvals sem ræður röðun á lista efstu manna um framboð til Alþingis. Atkvæði verða talin á morgun og þá verður upplýst um úrslit í forvalinu. Kosið var með póstkosningu.

Einhver þessara þriggja verður að líkindum þingkona að loknum næstu kosningum. Síðast fékk VG þrjá menn kjörna á þing í NA-kjördæmi.
Einhver þessara þriggja verður að líkindum þingkona að loknum næstu kosningum. Síðast fékk VG þrjá menn kjörna á þing í NA-kjördæmi.

Þrjár konur sóttust eftir öðru sætinu, Bjarkey Gunnarsdóttir frá Ólafsfirði, Ingibjörg Þórðardóttir frá Neskaupstað og Sóley Björk Stefánsdóttir frá Akureyri.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, fékk engin mótframboð í fyrsta sætið.

 

Eftir þriðja sætinu sóttust þau Ásta Svavarsdóttir frá Þingeyjarsveit, Bjarni Þórodsson frá Akureyri, Björn Halldórsson frá Vopnafirði, Edward H. Huijbens frá Akureyri og Þorsteinn Bergsson Fljótsdalshéraði.
Á kjörskrá eru 722.