Mikil hátíðarhöld á Húsavík 1. maí

0
123

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegum hátíðarhöldum í íþróttahöllinni á Húsavík á baráttudegi verkafólks á morgun, sunnudaginn 1. maí. Fram koma landsþekktir skemmtikraftar s.s. Friðrik Ómar, Jógvan, Stefán Jakobsson, Andri Ívarsson, Gísli Einarsson og Karlakórinn Hreimur.

 

Ræðumenn dagsins verða Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.

Búist er við miklu fjölmenni í höllina en dagskráin hefst kl. 14:00.

 

1.mai 2016