Mikil ánægja með Fjögurra skóga hlaupið

0
365

Fjögurra skóga hlaupið fór fram í þriðja sinn, laugardaginn 27. júlí í mjög góðu veðri, hitinn var vel yfir 20° og sólskin,  og eins og þau sem til þekkja,  verður algert logn inni í skógi. Eiginlega má segja að veðrið hafi verið of gott, alla vega fyrir hlauparana,  drykkjarstöðvar voru því nokkuð þétt og veitti ekki af. Það tekur á, að hlaupa í svona miklum hita og uppgufun er mikil. Hlaupaleiðin er um Reykjaskóg, Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg.  Þátttakendur voru alls 92, sem er met þátttaka.

Menn voru mjög ánægðir með daginn, bæði keppendur og mótshaldarar, en keppendur komu víða að og sjá mátti mörg sömu andlitin frá fyrri hlaupum, segir Ósk Helgadóttir einn af skipuleggjendum hlaupsins “þetta fjögurra skóga hlaup er svo sannarlega komið til að vera” . Þorbergur Ingi sem vann 30,6 km hlaup karla, er mikill hlaupari og  hafði mikla yfirburð, hann var heilum 20 mín. á undan næsta manni.

Þátttakendur greiða keppnisgjald, inni í því er  akstur á upphafsstaði, drykkir á stöðvum, tímataka, verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, auk þátttökupenings, öryggisgæsla er á leiðinni, eftir hlaup er svo öllum boðið uppá ávexti, kakó og kleinur. Það er Björgunarsveitin Þingey sem stendur að hlaupinu og fer ágóðinn til tækjakaupa.

Úrslit urðu sem hér segir:

30.6 km: karlar
02:00:36  Þorbergur Ingi Aðalsteinsson
02:20:55  Þórir Magnússon
02:24:47  Sævar Helgason

3.sæti Ingi og hinn
Sævar, Þorbergur Ingi og Þórir.

 

 

 

 

 

 

 

30.6 km: konur:
2:52:55 Bryndís María Davíðsdóttir
3:06:55 Hlín Hjartar Magnúsdóttir
3:07:02 Daldís Ýr Guðmundsóttir

Daldís Ýr, Bryndís María og Hlín Hjartar
Daldís Ýr, Bryndís María og Hlín Hjartar

 

 

 

 

 

 

 

17.6 km: karlar
01:19:39 Stefán Viðar Sigtryggsson
01:26:46 Andri Steindórsson
01:29:14 Gísli P. Reynisson

ppp ososososksofk
Gísli, Stefán Viðar og Andri.

 

 

 

 

 

 

 

17.6 km: konur
01:30:05 Guðrún Arngrímsdóttir
01:31:11 Ólöf L. Sigurðardóttir
01:34:31 Rakel Káradóttir

Rakel, Guðrún og Ólöf
Rakel, Guðrún og Ólöf

 

 

 

 

 

 

 

10.3 km : karlar
00:45:20 Baldvin Þór Magnússon, er aðeins 14 ára.
00:47:18 Bogi Ragnarsson
00:50:32 Ingólfur Freyr Guðmundsson

Ingibjörg tekur við verðlaunum fyrir ------
Ingibjörg tekur við verðlaunum fyrir  Ingólf, Baldvin Þór og Bogi ásamt syni.

 

 

 

 

 

 

 

10.3 km : konur
00:53:25  Edda Steingrímsdóttir
00:55:53  Hrafnhildur Tryggvadóttir
00:57:25  Kristín H. Reynisdóttir.

Kristín, Edda og Hrafnhildur
Kristín, Edda og Hrafnhildur

 

 

 

 

 

 

 

Nánast allir vinningar voru gefnir af einstaklingum og fyrirtækjum úr Þingeyjarsýslu “allir tóku okkur mjög vel, og voru boðnir og búnir að leggja okkur lið” sagði Ósk, hún vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn og styrktu þetta verkefni.  Hún sagði jafnframt að ungliðadeild Björgunarsveitarinnar,  sem eru unglingar á aldrinum 14 -16 ára,  hefðu staðið sig með stakri prýði, veitt ómetanlega hjálp og verið til mikillar fyrirmyndar.

30 km. hópurinn nýlagður af stað í Reykjaskógi.
30,6 km. hópurinn nýlagður af stað í Reykjaskógi.

 

 

 

 

 

 

 

17,6 km. hópurinn leggur af stað við brúna hjá Illugastöðum
17,6 km. hópurinn leggur af stað við brúna hjá Illugastöðum

 

 

 

 

 

 

 

Hrönn Rúnarsdóttir, J. Snæfríður Einarsdóttir og Guðjón Emil Sveinsson, á harða spretti.
Hrönn Rúnarsdóttir, J. Snæfríður Einarsdóttir og Guðjón Emil Sveinsson, á harða spretti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hlauparar á öllum aldri tóku þátt, hér er Álfrún Lóa að hjálpa mömmu sinni Kolbrúnu Gunnarsdóttur síðasta spölinn.
hlauparar á öllum aldri tóku þátt, hér er Álfrún Lóa að hjálpa mömmu sinni Kolbrúnu Gunnarsdóttur síðasta spölinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

myndirnar tók Jónas Reynir Helgason.