Mikið vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum

Myndband

0
407

Vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum hefur að undanförnu verið með allra mesta móti og Dettifoss hrikalegur ásýndar. Þegar myndbandið ,sem skoða má hér fyrir neðan, var tekið í rigningunni sl. föstudag hafði rennsli í ánni mælst 610 rúmmetrar á sekúndu við Grímsstaði, en sólskin og hlýindi hafa bætt um betur og núna í morgun fór rennslið í 637 rúmmetra. Er það mesta rennsli sem mælst hefur í sumar og nálægt þrefalt meira en meðalrennsli árinnar. Frá þessu segir á facebooksíðu Jökulsárgjúlfurs

Þetta mikla rennsli hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á Dettifoss og má víst telja að þeir þrjú þúsund gestir sem leggja leið sína að fossinum á degi hverjum í júlí og ágúst verði ekki sviknir af sjónarspilinu sem þessi aflmesti foss Evrópu býður upp á.