Undirbúningur fyrir tökur á hluta á kvikmyndinni Fast 8 er komin á fullt skrið á ísnum á Mývatni. Búið er að flytja nokkra bíla á svæðið og var ísinn “prufukeyrður” á miðvikudaginn. Búið er að saga vök á ísinn skammt frá bakkanum þar sem líklegt er talið að bíll eigi að fara niður í gegnum í einu atriðinu. Verið er að smíða eitthvað í tengslum við það atriði út á ísnum við vökina. Lilja Aðalsteinsdóttir tók meðfylgjandi myndir í gær.





