Miðnæturböðin á Laugum opna í kvöld

0
295

Miðnæturböðin á Laugum, Northern Lights Midnight Baths, opna í kvöld 1.september í sundlauginni á Laugum í Reykjadal. Miðnæturböðin verða opið ÖLL kvöld frá kl 22.00 til kl 01.00. Hluti upplifunnar felst m.a. í að hámarksfjöldi gesta verður takmarkaður við 40 gesti í senn og slökkt verður á öllum ljósum og kösturum sem eykur enn tækifæri til að upplifa kyrrð og myrkur og njóta norðurljósa þegar þau eru sýnileg.

Norðurljósaböðin 1

 

Lengri opnunartími, dempuð/slökkt ljós í nærumhverfi og umgjörð sem býður upp á slakandi og rólegt andrúmsloft er heilt yfir ekki það sem gestir þekkja í sundlaugum landsins. Allir gestir fá aðgang að böðunum, flot vörum frá Float.is , teppum, lífræna bómullarsloppa ( Scintilla) lífrænt kaffi ,te og súkkulaði, allt innifaið í 3200 kr.

Sjá nánar hér