Meta þurfi umhverfisáhrif Hólsvirkjunar í Fnjóskadal

0
472
Umhverfisstofnun leggur til að lagt verði mat á umhverfisáhrif sem Hólsvirkjun í Fnjóskadal um hafa í för með sér. Virkjunin mun aðeins framleiða 5,2 megavött og því er ekki skylda að framkvæmdin fari í umhverfismat, samkvæmt lögum. Slíkt gildir um allar virkjanir sem framleiða að lágmarki 10 megavött. frá þessu segir á rúv.is
Hins vegar getur Skipulagsstofnun tekið ákvörðun um slíkt, líkt og gert var með fyrirhugaða virkjun Svartár í Bárðardal. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir að það sé líklegt að umtalsverð áhrif verði af framkvæmdinni. Takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um möguleg áhrif framkvæmdarinnar á lífríki Hólsár og Gönguskarðsár, áhrif á votlendi og bakkagróður, sjónræn áhrif og áhrif á landslag.