Mesta þrumuveður síðan beinar mælingar hófust

Skráðar eldingar voru 1818 talsins

0
410

Margir íbúar í Þingeyjarsýslu vöknuðu við þrumur og eldingar upp úr kl 6:00 í morgun. Á facebooksíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að mikið þrumuveður, það mesta síðan mælingar hófust, gekk yfir landið í gærkveldi og nótt.

Þrumuveður gekk yfir landið í gærkveldi og nótt. Þetta er mesta þrumuveður sem hefur gengið yfir Ísland síðan beinar mælingar og staðsetningar á eldingum hófust (1998). Engar eldingar mældust á Suður- og Vesturlandi (Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði). Mest var þrumuveðrið suður og suðaustur af landinu.

Veðrið stóð í 24 klst. Fyrsta eldingin var skráð kl. 06:46 þann 29. júlí og sú síðasta kl. 07:05 þann 30. (athugað kl 09:00 þann 30.), en mest var þrumuveðrið kl. 18-23 þann 29.
Skráðar eldingar voru 1818 og sjást á meðfylgjandi korti.

Mynd af facebooksíðu Veðurstofu Íslands (smella á mynd til að skoða stærri útgáfu)