Messudagur í Laufásprestakalli – Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og fjölskylda boðin velkomin

0
523

Sunnudaginn 26. ágúst verður messudagur í Laufásprestkalli. Messað verður í Svalbarðskirkju kl. 11.00, Grenivíkurkirkju kl. 14.00 og Þorgeirskirkju kl. 20.00 (ath. að messan í Þorgeirskirkju er fyrir Háls-Ljósavatns-og Lundarbrekkusóknir). Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. sr. Sólveig Halla prédikar en hún mun sinna prestsþjónustu í prestakallinu í vetur í námsleyfi sr. Bolla.

Í messum þessum munu söfnuðir Laufássprestakalls bjóða sr. Sólveigu Höllu og fjölskyldu hennar velkomna. Kirkjukórar syngja undir stjórn organistana Petru Bjarkar Pálsdóttur og Dagnýjar Pétursdóttur. Gengið verður að borði Drottins. Kleinukaffi í safnaðarstofum að messum loknum.

Verið öll hjartanlega velkomin!