Messa verður í Flateyjarkirkju á Skjálfanda sunnudaginn 3 ágúst kl. 14.00 Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit og Kirkjukór Húsavíkurkirkju leiða söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hannesi Erni Blandon.

Boðið verður upp á ferðir með Gentle Giants og upplýsingar um þær eru veittar í síma 4641500 og á netfanginu info@gentlegiants.is.
Kirkjugestir taki með sér nesti og góða skapið.