Mennta- og menningarmálaráðherra veitir Þekkingarnetinu viðurkenningu

0
56

Þann 20. sept. kl. 17:00 mun Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja Þekkingarnetið.

 

 

Erindi ráðherra er að afhenda formlega viðurkenningu fræðsluaðila samkvæmt lögum nr. 17/2010 um framhaldsfræðslu. Þekkingarnetið er fyrst framhaldsfræðslustofnana til að hljóta þessa viðurkenningu sem verður á næstu misserum ein af grunnforsendum fræðslustarfsemi stofnunarinnar.

Íbúum er öllum boðið að heimsækja Þekkingarnetið af þessu tilefni og þiggja veitingar. Ráðherra mun veita fyrrnefnda viðurkenningu kl. 17:00 í kennslusal Þekkingarnetsins á Hafnarstéttinni á Húsavík.