Sunnudaginn 2. september kl. 14.00 verður síðasta menningarstundin í Laufáskirkju í sumar. Hún fjallar um Fjörður.

Valgarður Egilsson hefur farið ófáar ferðirnar þangað með hópa, hefur ritað bók um lífið í Fjörðum og þekkir þær þannig út og inn. Hann mun segja sögur úr Fjörðum. Þær Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Sigríður Hulda Arnardóttir flytja Fjarðartóna m.a. Fagurt er í Fjörðum og Næturljóð úr Fjörðum. Þetta er upplagt tækifæri til þess að kynnast betur þessari náttúruparadís í nágrenni Laufáss. Þá verður hægt að kaupa sér veitingar í Café Laufás fyrir eða eftir stund.