Menningarstund í Stórutjarnaskóla

0
86

Á fimmtudaginn var haldin menningarstund í Stórutjarnaskóla. Á menningarstundum eru nemendur að æfa sig í því að koma fram fyrir áhorfendur, ýmist með upplestri eða tónlist. Eldri nemendur fá að kynna dagskrána. Menningarstundirnar eru alltaf auglýstar á heimasíðu skólans. Núna hófst menningarstundin með því að leikskólabörnin fluttu þulu um dýrin, með hreyfingum. Þá tók við tónlist og tóku nemendur úr öllum kennnsluhópum þátt. Leikið var á píanó, harmonikku, blokkflautu, gítar, bassa, trommur og svo söng kór yngri nemenda.

ánægð leikskólabörn
ánægð leikskólabörn
hljómsveit
hljómsveit

 

gítarleikur
gítarleikur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

samspil
samspil

 

 

 

 

 

 

píanóleikur
píanóleikur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kór
kór

 

 

Stórutjarnaskóli er þátttakandi í svokölluðu Nordplus verkefni. Nordplus er menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem ætlað er að stuðla að samtarfi og auka gæði menntunar á norðurlöndunum og eystrasaltslöndunum. Við erum í verkefni sem heitir ,,byggjum brýr,, með dönum, norðmönnum, eistum og litháum. Kennarar frá þessum löndum hittast í öllum löndunum. Nemendur vinna ýmis verkefni til kynningar á sínu heimalandi. Nemendur Stórutjarnaskóla hafa unnið verkefni til kynningar á skólanum, gert matreiðslubók með íslenskum uppskriftum, jólakort um íslensku jólasveinana og teiknimyndasögu, og nú síðast gerðu þau myndband út frá þjóðsögunni um Búkollu, myndbandið unnu nemendur með svokallaðari stop-motion tækni og það má sjá hér neðar. Það eru Kennararnir Inga Árnadóttir og Jónas Reynir Helgason sem vinna að þessum verkefnum f.h. Stórutjarnaskóla. Ljósmyndirnar tók Jónas Reynir Helgason.

þau sem unnu myndbandið
þau sem gerðu myndbandið