Menningarráð Eyþings – Úthlutun menningarstyrkja 2013

0
73

Fimmtudaginn 7. febrúar. úthlutaði Menningarráð Eyþings rúmlega 26 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Þetta er í níunda sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.

Styrkhafar 2013. Mynd af vef Eyþings
Styrkhafar 2013. Mynd af vef Eyþings

 

 

 

 

 

 

Í ár eru liðin sex ár frá undirritun fyrsta menningarsamningsins við ríkið og á þessum árum hafa menningarráðinu borist 788 umsóknir alls. Hafa 448 verkefni hlotið verkefnastyrk samtals að upphæð 160 milljónir króna. Ljóst er að þetta samstarf hefur skilað miklum ávinningi á öllu starfssvæði Eyþings til að efla menningarlíf og menningartengda ferðaþjónustu. Í árangursmati á menningarsamningum sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi koma glögglega í ljós jákvæð áhrif samningsins.

Menningarráðinu bárust alls 100 umsóknir um tæpar 60 milljónir króna.

Ávarp flutti Steingrímur J. Sigfússon ráðherra. Auk þeirra voru viðstaddir styrkþegar menningarráðs, sveitarstjórnarmenn og gestir

Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina. verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista og verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviðið menningar og lista.

Listi yfir styrkhafa