Menningarfélagið Gjallandi stofnað í Mývatnssveit

0
166

Sl. miðvikudagskvöld stóð Menningarfélagið Gjallandi fyrir leiklistarkaffi í Skjólbrekku. Tilgangur uppákomunnar var að kanna hvort áhugi væri á að endurvekja með einhverjum hætti leiklistarstarf í Mývatnssveit. Löng hefð er fyrir slíku starfi í sveitinni en það hefur nú legið niðri um nokkura ára skeið. Frá þessu segir á nýrri heimasíðu félagsins Gjallandi.is

Frá leiks
Frá leikslistarkaffinu í Skjólbrekku

Það var margt góðra gesta sem skemmtu sér meðal annars yfir gömlum upptökum frá Leikdeild Mývetnings. Það er reyndar efni í heilt leikrit að koma því til skila hvernig þær upptökur komu loks til eftir mikla leit. Mikill fjársjóður þar á ferð. Einnig tóku sumir með sér gamlar myndir. Mikið var hlegið.

Fundargestir voru á einu máli um að reyna að standa fyrir uppákomum tengdum leiklist í framtíðinni. Stefnt er að því að halda leiklistarnámskeið næsta haust og í kjölfarið skoða hvort ekki verði áhugi á að setja upp verk.

Komandi viðburðir hjá Menningarfélaginu Gjallanda:

Kvikmyndasýning í Skjólbrekku
Myndlist í Mývatnssveit (Páskar 2014) – verk heimamanna

Félagsmenn horfa spenntir fram á veginn og ætla að láta til sín taka á komandi árum í menningar- og félagslífi í Mývatnssveit.

Menningarfélagið Gjallandi var sofnað 27. febrúar 2014 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tilgangur félagsins er að efla menningarstarfsemi í Mývatnssveit og tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa að menningar- og fræðslutengdum viðburðum. Stefnt er að því að virkja einstaklinga í skapandi starfi og efla vitund fólks um menningu og sögu. Jafnframt er markmiðið að ýta undir aukna menntun í Mývatnssveit með fjölbreyttu samstarfi við fræðasamfélagið. Enn fremur á félagið að vera vettvangur félagsmanna til að afla styrkja og stuðnings við menningartengd verkefni sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

Sjá nánar á Gjallandi.is