Meistaramót Íslands 11-14 ára

0
206

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram sl. helgi.  Alls voru um 380 keppendur skráðir til leiks á mótið  frá 19 félögum  og samböndum alls staðar af landinu.  Fimm keppendur fóru frá HSÞ og voru fjögur þeirra að fara á sitt fyrsta Íslandsmeistaramót.

Keppendurnir HSÞ mótinu. Bergþór Snær Birkisson, Katla María Kristjánsdóttir, Benóný Arnórsson, Natalía Sól Jóhannsdóttir, Ari Ingólfsson og þjálfarinn þeirra Jón Fr. Benónýsson.
Keppendurnir HSÞ mótinu. Bergþór Snær Birkisson, Katla María Kristjánsdóttir, Benóný Arnórsson, Natalía Sól Jóhannsdóttir, Ari Ingólfsson og þjálfarinn þeirra Jón Fr. Benónýsson.

Mótið er stigamót þar sem 10 efstu sætin í hverri grein  fá stig.   Keppendur HSÞ stóðu sig vel og náðu öll að bæta sinn fyrri árangur í flestum greinum en engin verðlaunasæti náðust að þessu sinni.   Samtals fengu þau 13 stig fyrir HSÞ.

Marsmót HSÞ verður haldið í íþróttahöllinni á Húsavík 16. Mars.

Æfingar í frjálsum íþróttum  eru á Laugum á þriðjudögum frá kl. 17:45 – 19:00 og á Húsavík á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 17:30 – 18:30 fyrir 9 ára og yngri en frá kl. 18:00-19:30 fyrir eldri.