Meirihlutasamkomulag í Norðurþingi innsiglað

0
75

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og óháðra í sveitarstjórn Norðurþings hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings á komandi kjörtímabili. Frá þessu er sagt á 640.is

Mynd af 640.is
Mynd af 640.is

Samkomulagið verður kynnt í félögum beggja framboða á næstu dögum. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að Friðrik Sigurðsson verði forseti sveitarstjórnar og Óli Halldórsson verði formaður byggðaráðs.

Unnið er að ráðningu sveitarstjóra.

Í hinum nýja meirihluta sitja Friðrik Sigurðsson, Óli Halldórsson, Olga Gísladóttir, Sif Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson.