Meira hrun í Öskju

0
353

Að kvöldi 21. júlí í fyrra féll stór skriða úr Dyngjufjöllum við suð-austanvert Öskjuvatn. Skriðan var það stór að hún kom fram á jarðskjálftamælum allt vestur í Borgarfjörð. Skriðan myndaði flóðbylgju í Öskjuvatni, sem olli breytingum á bökkum vatnsins og við Víti. Nú hefur komið í ljós að nýtt hrun hefur orðið á sama stað.

Askja í gær. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Askja í gær. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

 

Kristinn Ingi Pétursson ljósmyndari tók eftir breytingum nú nýlega í hlíðunum við suð-austanvert Öskjuvatn og tók mynd í gær af skriðunni frá því í fyrra. Á myndinni sést greinleg breyting frá mynd sem Kristinn Ingi tók í fyrra af sama stað. Ekki er vitað hvenær þetta nýja hrun varð en mögulega gæti það hafa gerst í jarðskjálfta sem varð í Öskju nýlega.

Ef smellt er á myndina hér fyrir neðan má sjá breytingarnar sem hafa orðið á rúmu ári

 

Breytingarnar. Myndir Kristinn Ingi Pétursson
Breytingarnar. Myndir Kristinn Ingi Pétursson

 

Hlaupið í Öskju í fyrra, sem er eitt stærsta berghlaup á sögulegum tíma á Íslandi, huldi að mestu Suðurbotnahraun og lagðist upp að Kvíslahrauni. Sjálfar eldstöðvar Suðurbotnahrauns eru þó fyrir utan berghlaupið.