„Við vissum að það væri gott fyrir mannfólkið að búa í Grímsey og miðað við það sauðfé sem við fengum hér til lógunar sl. föstudag, þá er ljóst að það hefur ekki liðið neinn skort,” segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík á vef Norðlenska.. Meðalþungi dilka úr Grímsey var 22,49 kg og sá þyngsti var 28,0 kg.

Meðalþungi dilka í sláturtíðinni hjá Norðlenska á Húsavík til þessa er 16,67 kg svo bændurnir í Grímsey geta verið stoltir af fínu fé. „Ég minnist þess ekki að við höfum áður fengið fé úr Grímsey, svo þetta eru ákveðin tímamót,” sagði Sigmundur.