Með líflegasta móti – Eldri borgarar fjölmenna

0
138

Í liðinni viku var opið hús í Stórutjarnaskóla fyrir eldri borgara í Þingeyjarsveit. Það hefst ævinlega með því að fólkinu býðst að kaupa sér mat á góðu verði í mötuneyti skólans en síðan hefst skipulögð dagskrá kl 14:00. Boðið var upp á kindasnitsel í raspi, brúnaðar kartöflur og tilheyrandi meðlæti. Að því loknu var spiluð félagsvist, sr. Bolli í Laufási spjallaði við fólkið og Sigurður Friðriksson frá Halldórsstöðum í Reykjadal tók líka með sér harmóníkuna sína og lék fyrir fólkið. Frá þessu segir á vef Stórutjarnaskóla

Spilað í Stórutjarnaskóla. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Spilað í Stórutjarnaskóla. Mynd: Jónas Reynir Helgason

Þá var boðið upp á síðdegiskaffi en opnu húsi lýkur gjarnan milli kl 16 og 17. síðdegis. Á sama tíma er Bókasafnið í Stórutjarnaskóla opið þannig að fólkið getur fengið lánaðar bækur heim með sér ef það vill. – Opnu húsin eru vinsæl meðal eldri borgara sveitarfélagsins og mættu t.d. 27 manns í Stórutjarnaskóla í liðinni viku.

AldraðirMars201444

AldraðirMars201441