María Svanþrúður Jónsdóttir ráðanautur var valin Þingeyingur ársins 2013 af lesendum Þingeysku fjölmiðlanna 641.is, 640.is, Skarpur.is og Kóparskersvefnum, en kosningu lauk í dag. María fékk 133 atkvæði af 505 akvæðum alls, eða 26%. Þeir sem komust næstir Maríu í vali lesenda voru með rétt innan við 20% atkvæða.

Í spjalli við 641.is sagðist María vera mjög hissa á valinu, en jafnframt glöð og ánægð með það.
641.is óskar Maríu Svanþrúði Jónsdóttur til hamingju með titilinn.