Mannlífið í sveitinni

0
173

Nóg að gera hjá unga fólkinu.

Hótel Edda á Stórutjörnum hefur verið rekið um árabil, og sennilega alltaf verið líflegur vinnustaður. Hótelstjóra skipti eru frekar tíð, sem er sennilega eðlilega því þetta er eins og vertíð,  24 tíma vinna á sólahring, ef hótelstjórinn er ekki frammi í afgreiðslu eða þjónusta gesti, er hann alltaf á bakvakt. Núverandi hótelstjóri heitir Jón Eggert Víðisson 33 ára ættaður frá Bolungarvík. Hann hefur starfað víða, er nýlega komin heim frá Frakklandi þar sem hann var hótelstjóri.

Jón Eggert hótelstjóri
Jón Eggert hótelstjóri

 

 

 

 

 

 

 

Jón Eggert ákvað stax að ráða sem flesta héðan úr sveitinni, en vera þó með eitthvað aðkomufólk,  sem þykir gott til að krydda tilveruna. Það starfa því óvenju mörg ungmenni héðan úr sveitinni á Hótel Eddu í sumar. Starfsmenn eru 17 utan við hótelstjórann, ekki allir í fullri vinnu allt sumarið, þar af eru bara fimm aðkomumenn. Jón Eggert segir að hann langi til að hótelið sé jákvæður hluti af samfélaginu, að heimamenn komi í heimsókn, í sund eða geri sér dagamun og fari út að borða þegar tími gefst til, fái sér kvöldverð og eigi notalega kvöldstund, því þetta er veitingastaður opinn öllum. Einng er hægt að koma og kaupa sér morgunverð af hlaðborði. Hótelið styrkir Fjögurraskógahlaupið sem fram fer eftir hálfan mánuð. Kokkurinn sem hefur verið framan af sumri heitir Arnór Hansson og þykir alveg snilldarkokkur, hann er að fara til Kanaríeyja í spænskuskóla. Við eldamennskunni tekur þá Arsen nýútskrifaður kokkur frá veitingastaðnum Argentínu, einnig mjög góður kokkur. Arsen er rússneskur, boxari og boxkennari í Reykjavík.

Arnór kokkur skellir á pizzu  fyrir samstarfsfólkið.
Arnór kokkur skellir á pizzu fyrir samstarfsfólkið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Eggert hefur verið duglegur að vinna að hópefli, skapa góðan starfsanda og verið sveiganlegur við gerð á vaktaplani fyrir starfsfólkið sitt. Haldin hafa verið tvö vídeókvöld.  Þá koma starfsmenn saman eftir vinnu á kvöldin, þau sem ekki eru að vinna það kvöldið koma og hjálpa til við frágang og undirbúning fyrir morgunverðinn. Síðan eldar kokkurinn eitthvað gott handa liðinu, þau horfa á einhverja góða mynd í setustofunni, spjalla og skemmta sér. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá unga fólkinu. Á dagskrá er að halda blakmót og þá er nú alveg viðbúið að ekki verði farið alveg eftir ströngustu reglum eða venjum, því sumir hafa aldrei spilað blak á meðan aðrir eru mjög vanir spilarar. Í lok sumarsins er svo á dagskrá að fara einhverja góða ferð saman.

góður mórall meðal unga fólksins, þessi ætluðu að njóta vídeóskvöldsins
góður mórall meðal unga fólksins. Þessi ætluðu að njóta vídeóskvöldsins