Málefnasamningur – Gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Bakka

0
82

Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks (D) og VG og óháðra (V) um stjórnun sveitarfélagsins Norðurþings kjörtímabilið 2014 til 2018 liggur fyrir.

Mynd af 640.is
Nýr meirihluti í Norðurþingi. Óli, Soffía, Friðrik, Örlygur og Sif. Mynd af 640.is

 

 

Í fréttatilkynningu segir að framboðin séu samstíga í því að efla og bæta samfélagið í Norðurþingi, meðal annars með eftirtöldum verkefnum :

 

 

 

 

Atvinnumál:

 • Áfram verði stuðlað að uppbygginu fjölbreytts atvinnulífs, samhliða því að styrkja stoðir grunnatvinnuveganna í sveitarfélaginu. Tryggja þarf að allir sitji við sama borð hvort heldur sem er um að ræða stór, meðalstór eða lítil fyrirtæki.
 • Unnið verður áfram af fullum hug að uppbyggingu PCC á Bakka og því verkefni lokið. Jafnframt verður unnið að því að fá fleiri fyrirtæki til að fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu. Stefnt er að því að iðnaðarsvæðið á Bakka verði vettvangur meðalstórra og minni iðnfyrirtækja. Fyrirtæki verði valin inn á svæðið m.t.t. til ásættanlegra áhrifa á umhverfi,samfélag og aðra atvinnuvegi. Markmiðið er að orka í Þingeyjarsýslu sé nýtt í héraðinu.
 • Nauðsynlegt er að innviðir verði með þeim hætti að ferðaþjónustan í sveitarfélaginu geti dafnað og þrifist allt árið. Haft verður frumkvæði að samvinnu við ferðaþjónustuaðila, m.a. um stefnumótun í ferðamálum, þar sem ferðaþjónustuaðilar sjálfir geri grein fyrir væntingum sínum til sveitarfélagsins.
 • Áhersla verði lögð á að byggðakvóti innan sveitarfélagsins verði veiddur og unninn innan þess og komi sannarlega til viðbótar þeim veiðiheimildum sem þegar eru til staðar.
 • Forsenda uppbyggingar atvinnulífs eru öflugir innviðir í almannaþjónustu, s.s. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, embætti sýslumanns og löggæsla. Því mun sveitastjórn Norðurþings beita sér gegn því að skorið verði niður í opinberri starfsemi á svæðinu.Skipulagsmál, framkvæmdir:
 • Lögð verði áhersla á að auðvelt sé að ferðast um þéttbýli gangandi og hjólandi allan ársins hring þannig að notkun bíla til daglegra ferða verði í lágmarki. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum til að auka öryggi á gönguleiðum barna, t.a.m. með gönguljósum þar sem við á.
 • Lögð verði sérstök áhersla á útlitsbætandi aðgerðir í miðkjörnum þéttbýlisstaða Norðurþings. Samvinna verði höfð við aðila eins og hverfisráð, ungmennastarf, vinnuskóla, listafólk, félagasamtök, húseigendur og lóðarhafa með aðlaðandi, útlitsbætandi aðgerðir í miðbæjum: T.d. merkingar húsa/ gatna, einkennandi málning á götum og/eða húsum, áframhaldandi uppbygging útivistarsvæða og stíga, malbikun, tyrfing eða annar frágangur óaðlaðandi malarsvæða.
 • Áhersla verði á verndun húsa og menningarminja innan Norðurþings og unnið með opinberum aðilum, húseigendum og félagasamtökum í þeim efnum.
 • Sveitarstjórn beitir sér fyrir því að gerðar verði úrbætur í viðhaldi vega heim á sveitabæi í samstarfi við Vegagerðina þar sem það á við.Skólamál, fræðsla, menning:

  • Hafin verður vinna við endurnýjun á búnaði og tækjum í skólum sveitarfélagsins.
  • Lokið verður við menningarstefnu sveitarfélagsins. Lögð verði áhersla á fjölbreytt menningarlíf, stutt við starfsemi menningarstofnanna í sveitarfélaginu og verkefni í gegnum menningarsjóð sveitarfélagsins. • Öllum börnum innan Norðurþings 12 mánaða eða eldri verði tryggt leikskólapláss. Einnig verði tryggð dagvistunarúrræði fyrir yngri börn frá 9 mánaða aldri.

MÁLEFNASAMNINGUR um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks (D) og VG og óháðra (V) um stjórnun sveitarfélagsins Norðurþings kjörtímabilið 2014 til 2018

Félagsþjónusta, málefni fatlaðra, öldrunarmál o.fl.:

• Valmöguleikar í búsetu fatlaðra verði auknir.
• Unnið verði að því að tryggja aðgengi fatlaðs fólks að þjónustubyggingum í eigu Norðurþings.
• Mikil áhersla verði á almenna heimaþjónustu við aldraða. Jafnframt leitað leiða til að auka úrræði

í búsetumálum aldraðra, m.a. kannaðir möguleikar á nýtingu fyrirliggjandi lóða og/eða húsa í eigu sveitarfélagsins.

• Staðinn verður vörður um félagsþjónustu sveitarfélagsins og tryggt að hún geti mætt aukinni þörf og hún sé það öryggisnet sem íbúar geti gripið til þegar á reynir.

• Efld verði þjónusta við fólk með geðraskanir.

• Komið verði á fót öldungaráði, samráðsvettvangi sveitarstjórnar og eldri borgara.

Rekstur, fjárhagur:

• Sýnd verður ábyrgð í rekstri sveitafélagsins.
• Unnið verði eftir langtímaáætlunum um niðurgreiðslu skulda og jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins.

Stjórnsýsla, vinnubrögð:

 • Sérstök áhersla verður lögð á vandaða málsmeðferð við kaup Norðurþings á þjónustu, t.a.m. með framfylgd almennra viðmiða um vanhæfi og gegnsæi við útboð eða samninga við verktaka.
 • Lögð verður sérstök áhersla á að formgera ákvarðanatöku, gera hana gegnsæja og út frá almennum og opinberum ferlum s.s. gildandi skipulagsáætlunum eða faglegri ráðgjöf. Forðast verði sérstaklega að afgreiða mál eða erindi sem kunna að koma upp með sértækum lausnum.
 • Leitað verður leiða til að tryggja skilvirkni í stjórnsýslu Norðurþings. Breytingar á skipulagi nefnda og ráða sem fráfarandi sveitarstjórn Norðurþings hefur unnið að verða teknar upp á ný. Í samhengi við það verði stjórnkerfi sveitarfélagsins endurskoðað.
 • Leitast verði við að treysta samvinnu þingeyskra sveitarfélaga um almenn viðfangsefni sveitarfélaganna, t.a.m. með byggðasamlögum eða í gegnum Héraðsnefnd.
 • Jafnréttisstefna Norðurþings verði skýr og eftir henni unnið. Innan Norðurþings verður óútskýrður launamunur kynja tekinn til skoðunar, greindur og leiðréttur.
 • Áhersla verði lögð á aukið vægi dreifðra byggða. Hverfisráð verði stofnuð á Raufarhöfn, Kópaskeri, Kelduhverfi og í Reykjahverfi til tveggja ára til reynslu og heitum í stjórnsýslu Norðurþings breytt aftur til fyrra horfs þannig að „bæjarstjórn“ verði á ný nefnd „sveitarstjórn“.Æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamál:
 • Hafist verður handa við skipulagsvinnu á útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk og unnin kostnaðargreining á nauðsynlegum fjárfestingum þar.
 • Kannaðir verði möguleikar á að bjóða upp á frístundaheimili fyrir 6-10 ára börn á ársgrundvelli.
 • Ungmennaráði verði gert jafn hátt undir höfði og öðrum nefndum og ráðum sveitarfélagsins.Umhverfismál:
 • Tryggt verði að Norðurþing verði ekki eftirbátur annarra sveitarfélaga í söfnun, meðhöndlun, endurvinnslu og ábyrgri förgun úrgangs. Mörkuð verði skýr stefna í umhverfismálum innan stofnanna sveitarfélagsins t.a.m. varðandi flokkun. Unnið verði að því að taka upp þriggja íláta flokkunarkerfi.
 • Unnið verði með Vatnajökulsþjóðgarði að eflingu og uppbyggingu þjóðgarðsins.Að öðru leyti vísa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og V lista vinstri grænna og óháðra til stefnuskráa framboðana sem kynntar voru fyrir kjördag.