Maíheimtur í Víðikeri – Lengi von á tveimur

0
99

Tveir lambhrútar fundust í Aldeyjunni í Skjálfandafljóti, rétt ofan við Aldeyjarfoss, í gærkvöldi.  það voru þeir  Stórutungubræður Jónmundur og Þórólfur Aðalsteinssynir sem komu auga á hrútana, en þeir voru þar á ferð á vélsleðum. Bændur úr Víðikeri og Svartákoti brugðust skjótt við og voru hrútarnir handsamaðir í gærkvöld og reyndust þeir vera í eigu Sigríðar Baldursdóttur bónda í Víðikeri.

Búið að handsama hrútanna í Aldeyjunni í gærkvöld. Mynd: Tryggvi Pálsson.
Búið að handsama hrútanna í Aldeyjunni í gærkvöld. Mynd: Tryggvi Pálsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrútarnir vour báðir í merkilega góðu ástandi, miðað við það að hafa hafst við úti í allan vetur. Móðir þeirra kom heim í haust en hrútarnir skiluðu sér ekki og voru taldir af.

Aðstæður í Aldeyjunni hafa líklegast verði góðar í vetur. Þar er nægur gróður og nánast autt er orðið þar nú. Þeir hafa því haft nóg á bíta þar í vetur og svo eru mörg góð skjól í eynni og næsta nágrenni fyrir vetrarveðrum.

Marg búið var að leita að fé á þessu svæði og sennilega aldrei verið leitað eins vandlega eins og gert var sl. haust og meira og minna í allan vetur mjög víða í Þingeyjarsýslu.

Hrútarnir komnir í fjárhúsin í Víðikeri. Mynd: tryggvi Pálsson.
Hrútarnir komnir í fjárhúsin í Víðikeri. Mynd: tryggvi Pálsson.