Magni í öðru sæti í 2. deildinni í knattspyrnu þegar keppnin er hálfnuð

0
235

Þegar keppni í 2. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu er hálfnuð er lið Magna frá Grenivík í öðru sæti með 23 stig, sama stigafjölda og Njarðvík en með lakari markatölu.

Á facebooksíðu Magna segir ma. “að markmiðin séu skýr. Strákarnir ætla að gera harða atlögu að sæti í Inkasso deildinni að ári. Við höfum fulla trú á strákunum og staffinu að barist verði til þrautar þótt að verkefnið sé mjög erfitt. Einn leikur í einu og næst mætum við KV á Grenivíkurvelli n.k laugardag kl 16:00”.

Þorsteinn Þormóðsson formaður Magna sagði í spjalli við 641.is að deildin í ár væri jöfn og spennandi. Það væri lítill getumunur á liðunum í deildinni og ekki munar nema 11 stigum á liðinu í 1. sæti og liðinu í 10. sæti.

“Við finnum fyrir miklum stuðningi frá heimafólki og margir mæta á heimaleiki liðsins og hvetja strákana til dáða. Magni spilaði eitt tímabil í næst efstu deild fyrir rúmlega 30 árum síðan og fullur hugur væri á því hjá öllum sem koma að liðinu, að endurtaka það á næsta ári, en til þess þarf allt að ganga upp”, sagði Þorsteinn.

Magni vann Viði frá Garði sl. laugardag 2-1 og spila næstu þrjá leiki í röð á heimavelli í júlí. Þeir mæta KV laugardaginn 15. júlí og svo verður grannaslagur við Völsung frá Húsavík fimmtudagskvöldið 20. júlí, en Völsungur er sem stendur í 4. sæti í deildinni með 16 stig. Heimaleikjahrinan endar svo á leik við Huginn 29. júlí, sem er sem stendur í 3. sæti í deildinni með 22 stig, einu stigi á eftir Magna.

Staðan í 2. deild